Sýnir mikinn rekstrarviðsnúning

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld. Fram kemur í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu að aðgerðir þess hafi haft það að leiðarljósi að auka þjónustu, efla viðhald og framkvæmdir, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta fyrir eigið fé.

„Þannig hefur Hafnarfjarðarbæ tekist að bæta rekstur sveitarfélagsins umtalsvert á stuttum tíma, frá rekstrarhalla árið 2015 í jákvæða rekstrarniðurstöðu 2016 samkvæmt útkomuspá og áætlaðan rekstrarafgang upp á 554,4 milljónir króna í lok árs 2017,“ segir enn fremur. Hafnarfjarðarbær ætli að framkvæma fyrir um rúma 3,4 milljarða króna á næsta ári samanborið við tæplega 1,6 milljarða árið 2016.

„Fjárhagsáætlun sýnir glöggt mikinn viðsnúning í rekstri bæjarins og mun hafnfirskt samfélag njóta ábatans á nýju ári.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK