Donald Trump eini maðurinn á listanum

AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú gefið út lista yfir vinsælustu umræðuefnin á miðlinum á árinu sem er að líða. Svo virðist sem oftast hafi verið tíst um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.  Myllumerkið #Rio2016 var oftast notað á árinu en #Election2016 var í öðru sæti en #PokemonGo í því þriðja.

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump var í áttunda sæti og eini maðurinn sem komst á listann.

Evrópumótið í knattspyrnu karla var einnig áberandi á Twitter og er myllumerkið #Euro2016 í fjórða sæti listans. Eins og fram hefur komið á mbl.is var sigur Íslands á Englandi í átta-liða úrslitum mótsins sá viðburður sem Bretar tístu mest um á árinu, meira en Brext, ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu.

Myllumerkið #Oscars hafnaði í fimmta sæti  á listanum. Var umræðan oft tengd við annað myllumerki, #OscarsSoWhite, en þar var fólk að benda á að á verðlaununum voru aðeins hvítir tilnefndir sem bestu leikarar, annað árið í röð.

Útganga Breta úr Evrópusambandinu komst í sjötta sæti listans, undir myllumerkinu #Brexit. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar kom mörgum á óvart og skapaði gríðarlega mikla umræðu, sem stendur enn yfir.

Í sjöunda sæti er myllumerkið #BlackLivesMatter en hreyfing með sama nafni var til umræðu allt árið. #BlackLivesMatter var fyrsta notað árið 2012 eftir drápið á hinum óvopnaða Trayvon Martin í Flórída í Bandaríkjunum.

Að sjálfsögðu er enginn listi yfir árið 2016 án þess að Donald Trump sé nefndur á nafn en myllumerkið #Trump er eins og fyrr segir í áttunda sæti listans. Margir  litu lengi á forsetaframboð Trump sem grín en í dag er hann næsti forseti Bandaríkjanna.

Myllumerkið #RIP er í níunda sæti en að mati margra var árið 2016 það ár þar sem hvað flestar goðsagnirnar létu lífið. Má þar nefna David Bowie, Muhammad Ali, Prince og Leonard Cohen eru meðal þeirra sem létu lífið og „rest in peace“ tístin voru áberandi út árið.

Þá er það sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones sem trónir tíunda sæti listans. Þáttaröðin hefur lengi verið til umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum en í júlí greindi framleiðandi þáttanna, HBO, frá því að áttunda serían yrði sú síðasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK