Horfa til Parísar vegna Brexit

La Défence hverfið í París þar sem fjölmörg fjármálafyrirtæki eru …
La Défence hverfið í París þar sem fjölmörg fjármálafyrirtæki eru til húsa. AFP

Alþjóðlegir bankar eru í auknu mæli að þreifa fyrir sér um að flytja starfsemi sína frá London til Parísar í kjölfar þess að meirihluti Breta greiddi atkvæði með brotthvarfi úr Evrópusambandinu. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir háttsettum manni innan fjármálaeftirlits Frakklands.

Stórir alþjóðlegir bankar hafa þegar farið í áreiðanleikakönnun varðandi flutning og margar spurningar tengdar slíkum flutningi hafa borist til franskra yfirvalda, segir Benoit de Juvigny, framkvæmdastjóri AMF.

Hann segir að enn sem komið er sé um óformlegar beiðnir að ræða og í svipaðan streng taka lögfræðingar og fjármálaráðgjafar.

Bankarnir eru einnig að þreifa fyrir sér í Amsterdam, Dublin, Frankfurt og Lúxemborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK