JP lögmenn sameinast LEX

Helstu sérsvið Óskars eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál og …
Helstu sérsvið Óskars eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál og mál er varða kaup og sölu fasteigna.

Óskar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands hefur gengið til liðs við LEX lögmannsstofu. Óskar hefur á undanförnum árum rekið JP lögmenn í samstarfi við aðra en eignaðist JP lögmenn að fullu fyrr á þessu ári. Nú hafa náðst samningar um samruna JP lögmanna og LEX.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Óskar hafi um árabil verið á meðal fremstu málflutningsmanna landsins. Helstu sérsvið hans eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál og mál er varða kaup og sölu fasteigna. Óskar er fæddur árið 1972 og lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári síðar og fyrir Hæstarétti árið 2005. Óskar hefur kennt eigna- og kröfurétt við Háskóla Íslands frá árinu 1998.

Óskar er kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur, íþrótta- og heilsufræðingi, og eiga þau þrjár dætur.

LEX er ein stærsta lögmannsstofa landsins og hefur aðsetur í Borgartúni 26 í Reykjavík. LEX lögmannsstofa á rætur að rekja til ársins 1959 en hefur verið starfrækt undir heitinu LEX frá árinu 1987.

 „Það er mikið ánægjuefni fá Óskar Sigurðsson til liðs við okkur. LEX hefur verið leiðandi lögmannsstofa á sviði eigna- og auðlindaréttar á undanförnum áratugum og koma Óskars í okkar sterka hóp sérfræðinga er í takti við stefnu LEX um að vera fremsta lögmannstofa á Íslandi á þessu sviði,“ er haft eftir Gunnari Viðar, stjórnarformanni LEX í tilkynningu.

„Sífellt meiri krafa er gerð um hagkvæmni og sérfræðiþekkingu í störfum lögmanna á Íslandi.  Með því að ganga til liðs við LEX get ég boðið viðskiptavinum mínum upp á betri þjónustu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Með því að sameina JP lögmenn og LEX gefst mér kostur á að taka þátt í stærri verkefnum en ég gæti ella sinnt. Þá opnast tækifæri fyrir mig að þjónusta breiðari viðskiptamannahóp og nýta betur sérfræðiþekkingu mína,“ er haft eftir Óskari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK