Má selja húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur er til húsa við Austurstræti 19.
Héraðsdómur Reykjavíkur er til húsa við Austurstræti 19. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Í nýju frumvarpi til fjárlaga er fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til þess að selja Austurstræti 19, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur er til húsa, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir starfsemina. Þá fær ráðuneytið einnig heimild til þess að selja húsnæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra við Hverfisgötu 113.

„Þessi húsnæðismál eru ekki komin inn á borð dómstólaráðs að öðru leyti því að við erum að tilnefna í tvo starfshópa sem eiga að vinna með Fjársýslu ríkisins við greiningu og á athugun á húsnæði fyrir Landsrétt annars vegar og Héraðsdóm Reykjavíkur hins vegar,“ segir Jón Höskuldsson, formaður dómstólaráðs, í samtali við mbl.is, spurður um húsnæðismál Héraðsdóms Reykjavíkur. „Fleiri aðilar koma að þessari vinnu, en að mér vitandi hefur engin ákvörðun verið tekin.“

Hann segir núverandi húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur að mörgu leyti óhentugt fyrir starfsemi dómstólsins og þá liggur fyrir að húsnæðið þarfnast viðgerða og endurbóta. „En það þarf ekki að þýða að dómurinn geti ekki verið þar sem hann er nú.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK