Netbanki Landsbankans liggur niðri

Rekstrartruflanir eru í netbönkum Landsbankans.
Rekstrartruflanir eru í netbönkum Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna rekstrartruflana eru netbanki einstaklinga og netbanki fyrirtækja hjá Landsbankanum ekki aðgengilegir eins og stendur.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, staðfesti það í samtali við mbl.is. Hann sagði að unnið væri að viðgerð en truflanirnar hafa varað í rúmlega klukkustund.

Rekstrartruflanirnar valda því einnig að erfitt getur reynst að ná sambandi við þjónustuver bankans. 

Uppfært 15.12: 

Vegna rekstrartruflana voru netbanki einstaklinga og netbanki fyrirtækja ekki aðgengilegir um tíma í dag. Jafnframt var erfitt að ná sambandi við þjónustuver bankans og truflanir urðu á annarri þjónustu. Viðgerð á símkerfi er lokið og netbankanir eru nú aðgengilegir. Ekki er þó útilokað að einhverjar tafir eða truflanir verði áfram á þjónustu bankans. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta hefur valdið. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK