Uppsagnir á Ísafirði og í Bolungarvík

Starfstöðvar Kampa á Ísafirði
Starfstöðvar Kampa á Ísafirði Af vef bb.is.

Rækjuvinnslan Kampi hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Greint er frá þessu á vefnum bb.is.

Þar kemur fram að einum hafi verið sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði.

Vitnað er í Albert Haraldsson, rekstrarstjóra Kampa, sem segir samdrátt í geiranum: „Á meðan gengið er svo veikt, eigum við ekki annarra kosta völ að grípa til slíkra aðgerða. Og því miður þarf að gera þetta annað slagið, og í þetta skiptið urðum við að segja upp sjö starfsmönnum.“ 

Í frétt bb.is kemur fram að fyrirtækið hafi reynt ólík fyrirkomulög til að vega upp á móti styrkingu krónunnar og lækkun pundsins. „Við erum búin að prófa að vera með skiptakerfi í vinnslunni, en því miður er það þannig að 20% of margir eru í vinnu þegar skiptakerfið er tekið af. Þá setjumst við sameiginlega yfir það hvernig má minnka kostnað. Aðföngin sem kaupa þarf fyrir vinnsluna eru enn jafn dýr, en við fáum talsvert færri krónur fyrir vöruna okkar,“ er haft eftir Alberti.  

Uppsagnirnar í Kampa taka gildi frá síðustu mánaðarmótum og er misjafnt hvort fólk eigi rétt á einum, þremur eða fimm mánuðum í uppsagnarfrest. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK