Sala CCP í skoðun

Ljósmynd úr tölvuleiknum Gunjack frá CCP.
Ljósmynd úr tölvuleiknum Gunjack frá CCP.

Eigendur tölvuleikjaframleiðandans CCP skoða nú möguleikann á því að selja fyrirtækið. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.

Þar kemur fram að fyrirtækið gæti verið metið á allt að 955 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 105 milljarða íslenskra króna.

CCP er í meirihluta eigu Novator, sem er fjárfestingafélag Björólfs Thors Björgólfssonar, en fjárfestingafélögin og New Enterprise og General Catalyst Partners eiga einnig stóra hluti. Samkvæmt frétt Bloomberg skoða fyrirtækin nú hvort það eigi að reyna að selja fyrirtækið.

CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 og er tölvuleikurinn Eve Online þekktasta vara fyrirtækisins.

Árið 2015 var metár í hagnaði hjá fyrirtækinu og nam hagnaður árs­ins 2,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 8,7 millj­arða tap árið áður. Um er að ræða rúm­lega 11 millj­arða um­skipti í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK