Eru ekki að selja bar fyrir börn

Þessi barnabar fæst ekki hjá Fisher-Price.
Þessi barnabar fæst ekki hjá Fisher-Price.

Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price sá sig knúinn til að taka það fram á Twitter að hann væri ekki að framleiða og selja barborð ætlað börnum. Myndum af „vörunni“ sem nú hefur komið á daginn að eru falsaðar, hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum.

Á myndunum er varan sögð heita „Happy Hour Playset“ og á henni má sjá brúnaþungan smástrák standa fyrir innan barborðið. Sá sem hóf að dreifa myndinni heitir Adam Padilla og er þekktur fyrir að grínast með hluti á borð við þennan. 

Í kjölfar myndarinnar fóru Fisher-Price að berast kvartanir frá hneyksluðu fólk sem hótaði að hætta viðskiptum við leikfangaframleiðandann. 

Það var til þess að fyrirtækið setti færslu á Twitter þar sem það var ítrekað að engin vara með þessu nafni, eða í líkingu við barnabar, væri framleidd og seld hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK