Olíuverð á uppleið

Olíuverð er á uppleið eftir ákvörðun ríkja utan OPEC um …
Olíuverð er á uppleið eftir ákvörðun ríkja utan OPEC um minni framleiðslu á næsta ári. Retuers

Verð á hráolíu hækkaði í morgun í kjölfar ákvörðunar þjóða utan OPEC-samkomulagsins um minni olíuframleiðslu á næsta ári. Verðið á tunnu af hráolíu fór up í 57,89 Bandaríkjadali í morgun en þá hafði það ekki verið hærra síðan í júlí 2015. Verðið lækkaði þó fljótlega aftur í 56,79 Bandaríkjadali sem var þó hækkun um 4,5% frá því á föstudaginn.  

Fyrri frétt mbl.is: Munu minnka framleiðsluna um 558.000 tunnur

Ellefu ríki sem tilheyra ekki OPEC-samkomulaginu ákváðu um helgina að feta í fótspor OPEC-ríkjanna og tilkynna um minnkandi olíuframleiðslu á næsta ári til þess að koma til móts við lækkanir á markaði. Að sögn ríkjanna utan OPEC verður framleiðslan minnkuð um 558.000 tunnur á dag.

Þá munu OPEC-ríkin minnka framleiðsluna um 1,2 milljónir tunna á dag og hefst það í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK