Hætta á að stórir hlutar eyðileggist

„Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu …
„Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%,“ segir í tilkynningu SA. Bent er á að á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9%. „Lítið viðhald hefur verið á vegum undanfarin ár og hætta er á að stórir hlutar í vegakerfinu eyðileggist.“ mbl.is/Styrmir Kári

Um 10 milljarða króna vantar árlega í vegafjárfestingar og uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

Þar segir að samtökin harmi að í nýju fjárlagafrumvarpi sjáist þess ekki merki um að mikilvæg uppbygging á innviðum geti hafist og því ljóst að ekki verður hægt að fara af stað í fjölmörg brýn verkefni sem hafa setið á hakanum.

„Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%,“ segir í tilkynningu SA. Bent er á að á sama tíma og engin aukning  er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9%. „Lítið viðhald hefur verið á vegum undanfarin ár og hætta er á að stórir hlutar í vegakerfinu eyðileggist.“

Vitnað er í Árna Jóhannsson, forstöðumann bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, sem segir að þrátt fyrir góðan gang í efnahagslífinu síðustu ár hafi fjárfestingar í innviðum og samgöngumannvirkjum verið of lágar. „Við leggjum áherslu á að innviðafjárfestingar verði settar í forgang svo hægt verði að hefja framkvæmdir áður en skaðinn verður meiri en orðið er. Samgönguinnviðir eru lífæð samfélagsins og álag á það kerfi vex stöðugt. Það er nauðsynlegt að sýna ráðdeild í ríkisfjármálum en þarna er um brýnt hagsmunamál allra landsmanna að ræða sem ekki er hægt að fresta mikið lengur að ráðast í enda fjölmörg verkefni sem bíða. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga var ekki annað að sjá en að samstaða væri um átak í innviðauppbyggingu og eru það því mikil vonbrigði að þess skuli ekki sjást merki í fjárlagafrumvarpinu,“ er haft eftir Árna.

„Það er mat Samtaka iðnaðarins að innviðir séu ein af undirstöðum hagvaxtar og velferðar og veikir innviðir leiði til þjóðhagslegs taps. Fjárfestingar í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Innviðafjárfestingar geta þannig haft veruleg jákvæð áhrif á efnahagslífið en skortur á slíkum fjárfestingum getur að sama skapi valdið alvarlegum langtímaskaða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK