Ísland orðið of „kúl“

Ferðamenn sækja til Íslands m.a. vegna landslagsins. Að sögn blaðamannsins …
Ferðamenn sækja til Íslands m.a. vegna landslagsins. Að sögn blaðamannsins er þó alveg hægt að fá sömu upplifun á Nýja-Sjálandi. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ísland er orðið of „kúl“ og mögulega er kominn tími til þess að „hvíla það“ sem áfangastað ferðamanna. Þetta kemur fram í grein The Business Insider um hvaða áfangastaði fólk á að forðast á næsta ári og hvert eigi að fara í staðinn.

Ísland er á listanum ásamt öðrum stöðum eins og Lundúnum, Nýju-Delhi og Dubai.

Í greininni kemur fram að svo virðist sem fleiri ferðamenn séu hér á landi en íbúar og sækja þeir í dramatískt landslag, heita hveri og hraun. „Horfumst í augu við það. Ísland er kúl,“ skrifar blaðamaðurinn. „En það er vandamálið. Ísland er einfaldlega orðið of kúl.“

Í staðinn fyrir að fara til Íslands stingur blaðamaðurinn upp á ferðalagi til Nýja-Sjálands. Er bent á að þrátt fyrir að vera hinum megin á hnettinum miðað við Ísland sé Nýja-Sjáland fullkominn valkostur fyrir þá sem vildu mögulega upphaflega fara til Íslands. Er bent á að landslag Nýja-Sjálands sé alveg eins dramatískt og á Íslandi, með eldfjöllum og jöklum.

Í greininni er fjallað um aðra áfangastaði sem ferðalangar ættu að forðast á næsta ári. Meðal þeirra er Dubai en þar er bent á að miklar framkvæmdir standi yfir í borginni vegna heimssýningarinnar sem eigi að vera þar árið 2020. Er frekar mælt með því að fara til Hong Kong á meðan framkvæmdirnar ganga yfir.

Þá er fólki ráðlagt að sleppa stöðum eins og Times Square í New York-borg og fara heldur til Brooklyn. Þá eru Lundúnir ekki taldar vera spennandi áfangastaður á næsta ári, sérstaklega þar sem þá hefjast framkvæmdir við Big Ben-turninn sem þýðir að ekkert mun heyrast í klukkunni heimsfrægu í þrjú ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK