Húsnæði keyrir verðbólguna áfram

Verðbólgan yfir árið, frá desember í fyrra til desember í …
Verðbólgan yfir árið, frá desember í fyrra til desember í ár, mælist því 1,9%. mbl.is/Styrmir Kári

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% í desember að því er fram kemur í nýjustu verðbólgumælingum Hagstofu Íslands sem birtar voru í gær. Verðbólgan yfir árið, frá desember í fyrra til desember í ár, mælist því 1,9%.

Húsnæðisliðurinn heldur áfram að halda verðbólgunni uppi en kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6% í desember. „Húsnæðisverð hefur verið að hækka mjög hratt, eða yfir 1% á mánuði að jafnaði yfir síðustu átta mánuði, og við höfum ekki séð svona miklar hækkanir síðan árið 2008,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá Greiningu Íslandsbanka, í umfjöllun um vísitöluþróunina í Morgunblaðinu í dag.

„Á móti kemur að innfluttar vörur eru að lækka talsvert og þessir tveir kraftar, hækkun húsnæðisverðs og lækkun á innfluttum vörum togast á,“ segir Jón Bjarki, en vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,18% í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK