Miðjuþrepið fellt niður

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þórður

Um áramót taka gildi breytingar á tekjuskattþrepum einstaklinga. Verður miðjuþrepið fellt niður og lægra skattþrepið lækkar úr 22,68% niður í 22,5%. Efra þrepið helst óbreytt í 31,8% og miðast við árstekjur yfir rösklega 10 milljónum króna.

Einnig hækkar persónuafsláttur í samræmi við vísitölu neysluverðs. Kemur þetta fram í frétt sem birt var á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Frá áramótum verður persónuafsláttur 634.880 kr. á ári sem er 1,9% eða 11.838 kr. hækkun milli ára. Þá hækka skattleysismörk um 2,7% þegar nýtt ár gengur í garð. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK