Innlent ávaxtaðist best í ár

Ávöxtun nokkurra sparnaðaráforma árið 2016.
Ávöxtun nokkurra sparnaðaráforma árið 2016.

Sigurvegari í ávöxtun sparnaðarforma á árinu 2016 eru hlutabréf í skráðum íslenskum félögum sem hafa tekjur sínar og eiga eignir hérlendis. Þetta segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri hjá GAMMA.

Í umfjöllun um ávöxtunina í ViðskiptaMogganum í dag segir hann að næst á eftir, en með nokkru minni arðsemi, séu óverðtryggð skuldabréf en ríkisskuldabréfavísitala fyrirtækisins mælir 9,97% ávöxtun á óverðtryggð skuldabréf á árinu. „Óverðtryggð skuldabréf skila um það bil 10% ávöxtun á árinu. Þau stóðu sig óvænt betur en haldið var í upphafi en tíðindalítið var á markaði fram að óvæntri vaxtalækkun í ágúst.“ Hann bendir á að blandaðir sjóðir skuldabréfa og hlutabréfa hafi getað náð enn betri ávöxtun.

„Þróunin var ekki alveg eins og menn gerðu ráð fyrir í upphafi árs. Þetta reyndist erfiðara ár í fjárfestingum en búist var við.“ Hann segir að í upphafi ársins hafi verið reiknað með að ferðamönnum hingað myndi halda áfram að fjölga og gangurinn í hagkerfinu yrði góður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK