Áfengi, bensín og tóbak hækka

Bensín- og olígjald er á meðal þeirra gjalda sem hækka …
Bensín- og olígjald er á meðal þeirra gjalda sem hækka um áramótin. mbl.is/Ófeigur

Seinni áfanginn í skattbreytingum sem snertir bæði heimili og fyrirtæki landsins tekur gildi í ársbyrjun 2017. Í janúar fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Þá lækkar neðsta skattþrepið úr 22,68% í 22,50%, miðþrepið sem var 23,90% fellur út og efsta þrepið verður óbreytt 31,8%. Jafnframt lækka þrepamörkin milli neðra og efra þreps úr 836.990 kr. í 834.707 kr. Þetta kemur fram vef fjármála- og efnhagsráðueytisins.

Barnabætur hækka um 3%

Fjárhæðir barnabóta hækka um 3% milli áranna 2016 og 2017 en fjárhæðir vaxtabóta haldast óbreyttar. Tekjuskerðingarmörkin á barnabótum munu hækka úr 200 þúsund krónur á mánuði í 225 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og úr 400 þúsund krónum á mánuði í 450 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki.

Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn verður heimilt frá og með 1. júlí árið 2017 að taka út og nýta skattfrjálst iðgjald vegna séreignar­sparnaðar í allt að tíu ár til kaupa á fyrstu íbúð. Jafnframt verður núgildandi séreignarsparnaðarleið framlengd um tvö ár.

Um áramótin verða tollar afnumdir af öllum vörum öðrum en landbúnaðarvörum og tilteknum unnum matvörum. Af þeim vörum má nefna til dæmis byggingavörur, dýravörur, húsgögn, rafmagnstæki, bílavarahluti, íþróttavörur og leikföng. 

Niðurfellingar virðisaukaskatts við innflutning og sölu á rafbílum verður áfram í gildi árið 2017. 

Áfengi, tóbak, bensín og olía hækka 

Krónutölugjöld hækka almennt um 4,7% um áramótin sem jafngildir 2,5% hækkun að raunvirði. Almennt gjald á bensíni hækkar úr 25,60 krónum í 26,80 krónur en sérstakt gjald á bensín hækkar um tæpar tvær krónur, þá hækkar olíugjald um tæpar þrjár krónur var 57,40 og fer í 60,10 krónur. Kolefnisgjald hækkar og einnig bifreiðagjald á bíla í báðum flokkum, undir þremur og hálfu tonni og yfir þremur og hálfu tonni.  

Gjald á sígarettur og neftóbak hækkar um 63%-77% um áramótin. Tóbaksgjald á neftóbaki hækkar úr 15,10 krónum í 26,75 krónur. Vindlingar hækka um 459,80 krónum í 481,40 krónur.   

Gistináttaskattur hækka 

Þann 1. september árið 2017 hækkar gistináttaskattur úr 100 krónur í 300 krónur á hverja gistináttaeiningu. 

Skattafsláttur við hlutabréfakaup

Veittur er skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa einstaklinga í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Bæði kaupandinn og fyrirtækið þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði sem endurspegla að ívilnunin er ætluð sem hvati til fjárfestingar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum á tilteknum stað í vaxtarferlinu, segir ennfremur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK