1,1% verðbólga á evru-svæðinu

AFP

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, er 1,1% á evru-svæðinu og hefur ekki verið meiri í rúm þrjú ár. Á Ítalíu ríkir verðhjöðnun en það hefur ekki gerst í tæp 60 ár eða frá árinu 1959.

Hagstofa Evrópu birti tölur um vísitölu neysluverðs í desember í dag og hefur verðbólgan aukist mjög á milli mánaða. Í nóvember mældist verðbólgan 0,6% á evru-svæðinu en er nú nær verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu (2%).

Í Þýskalandi mælist verðbólgan 1,7% og fyrir árið í heild ríkir verðhjöðnun á Ítalíu. Það þýðir að verð lækkaði þar í fyrra og nemur lækkunin 0,1% milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK