Café París fær franskt yfirbragð að nýju

Á sólardögum á sumrin er vinsælt að sitja framan við …
Á sólardögum á sumrin er vinsælt að sitja framan við Café París. Þar verða húsgögn endurnýjuð með marmaraborðum og frönskum stólum. „Þetta verður eins og að sitja á kaffihúsi í París,“ segir Jakob Einar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hinu vinsæla veitingahúsi Café París við Austurvöll hefur verið lokað tímabundið vegna endurbóta. Stefnt er að því að opna staðinn aftur í byrjun mars og verður hann þá glæsilegri en nokkru sinni, að sögn Jakobs Einars Jakobssonar veitingamanns.

„Við ætlum að færa matseldina á hærri stall. Staðurinn er á flottasta horni Reykjavíkur, hann heitir Café París og verður franskt bistro,“ segir Jakob Einar. „Þetta er götuhorn sem þarf ekki að auglýsa mikið, þú bara tekur úr lás og viðskiptavinirnir koma.“ Hann segir að Café París hafi upphaflega verið í frönskum stíl og því megi segja að verið sé að færa veitingahúsið til upprunans.

Sama eignarhaldsfélag rekur veitingastaðina Café París, Snaps og Jómfrúna. Jakob Einar segir að eigendur Café París hafi verið ákveðnir í að ráðast í endurbætur á staðnum. „Í veitingarekstri er álag á öllum hlutum og það var margt orðið mjög slitið innanhúss og kallaði á endurbætur,“ segir Jakob Einar.

Eitt af því sem gert verður er að færa eldunarlínuna úr kjallara veitingahússins upp í veitingahúsið sjálft. Í því markmiði hefur verið keypt fullkomið eldhús frá Frakklandi með öllu innbyggðu. Undirbúningseldhús verður áfram í kjallaranum.

Öll efri hæðin verður endurnýjuð, gólf og loft og ný húsgögn verða keypt. Settur verður upp langur bar sem er bæði eldhús og drykkjarbar.

Arkitektarnir Ingibjörg Jónsdóttir og Davíð Pitt hanna staðinn en þau teiknuðu einnig endurbætur á Jómfrúnni, sem voru framkvæmdar í fyrra.

Á sólardögum á sumrin er vinsælt að sitja framan við Café París. Þar verða húsgögn endurnýjuð með marmaraborðum og frönskum stólum. „Þetta verður eins og að sitja á kaffihúsi í París,“ segir Jakob Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK