Nova-viðskipti ófrágengin

Tilkynnt var um kaup Pt Capital Advisors á öllu hlutafé …
Tilkynnt var um kaup Pt Capital Advisors á öllu hlutafé í Nova 7. október.

Lítill áhugi virðist vera á meðal stærstu lífeyrissjóða landsins á að taka þátt í kaupunum á fjarskiptafyrirtækinu Nova. Enn er leitað íslenskra fjárfesta til að ljúka fjármögnun.

Kaup bandaríska félagsins Pt Capital Advisors á íslenska fjarskiptafélaginu Nova eru ekki enn um garð gengin, þrátt fyrir yfirlýsingar forstjóra félagsins, Hugh S. Short, um að „gengið verði frá öllum lausum endum fyrir árslok“ í Viðskiptablaðinu 3. nóvember síðastliðinn.

Eins og segir á vefsíðu Íslenskra verðbréfa, ráðgjafa kaupandans, mun endanlegur hluthafahópur Nova samanstanda af íslenskum fagfjárfestum auk Pt Capital og stjórnenda Nova. Tilkynnt var um kaupin 7. október síðastliðinn.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans munu að minnsta kosti þrír af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, ekki taka þátt í viðskiptunum, né heldur neinn þeirra innlendu framtakssjóða sem Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur fjárfest í.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Gísli Valur Guðjónsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum, að vissulega hafi verið stefnt að því að klára viðskiptin fyrir áramót en þegar upp var staðið hafi það verið metnaðarfullt að klára viðskipti af þessari stærðargráðu í nóvember og desember, eins og hann orðar það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK