Vöruskiptahallinn 100 milljarðar

mbl.is/Sigurður Bogi

Fluttar voru út vörur fyrir 41 milljarð króna í nóvember og inn fyrir 52,7 milljarða króna fob (56,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,7 milljarða króna. Í nóvember 2015 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 500 milljónir króna á gengi hvors árs.

Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2016 voru fluttar út vörur fyrir 495,9 milljarða króna en inn fyrir 595,7 milljarða króna fob (634,4 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 99,8 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 21,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 78,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Verðmæti iðnaðarvöru dróst saman um 19,6%
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2016 var verðmæti vöruútflutnings 82,1 milljarði króna lægra, eða 14,2%, á gengi hvors árs,1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 49,8% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 19,6% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna lægra álverðs. Sjávarafurðir voru 43,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 11,6% lægra en á sama tíma árið áður.

Meira flutt inn af flutningatækjum

Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2016 var verðmæti vöruinnflutnings 3,7 milljörðum króna lægra, eða 0,6%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti saman en á móti jókst innflutningur á flutningatækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK