Selja hlut sinn í Fréttatímanum

Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem áttu 36% hlut í …
Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem áttu 36% hlut í útgáfufélagi Fréttatímans, hafa selt hlut sinn í félaginu. Skjáskot af forsíðu Fréttatímans

Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson.

Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf.

Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær. 

Frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK