Krónan veikist hratt eftir mikla styrkingu

Undanfarna viku hefur gengi íslensku krónunnar veikst um 4% og hefur styrking á síðari hluta síðasta árs gengið til baka.

„Sú breyting sem hefur orðið á gengi krónunnar frá í september hefur auðvitað bara verið í aðra áttina. Nú gerist það hins vegar að minna streymi gjaldeyris er inn í landið vegna færri ferðamanna yfir vetrartímann og svo skellur á sjómannaverkfall, og þá allt í einu snúast væntingarnar við á punktinum,“ segir Agnar T. Möller, framkvæmdastjóri hjá GAMMA.

„Þetta hefur valdið því að þessi viðsnúningur í gengisskráningu krónunnar hefur orðið. Þegar upp er staðið geta fjárfestingaákvarðanir fyrirtækja haft talsverð áhrif á gengi krónunnar til skemmri tíma,“ segir Agnar í umfjöllun um styrkingu krónunnar í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK