Hlutabréf í eiganda Norðuráls hækkuðu um 15,6%

Norðurál er í eigu Century Aluminum.
Norðurál er í eigu Century Aluminum. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf í álframleiðandanum Century Aluminum Co, sem á m.a. Norðurál, hækkaði um 15,6% í gær. Hækkunin er tengd við kvörtun bandarískra yfirvalda þar sem Kínverjar eru sakaðir um að stækka álframleiðslu sína í gegnum ódýr lán frá ríkisbönkum og niðurgreiðslur. Niðurgreiðslurnar hafa gert Kínverjum kleift að koma á markað ódýru áli og tekið markaðshlutdeild frá öðrum löndum.

Kvörtunin er talin koma sér vel fyrir álbransann í Bandaríkjunum í heild sinni.  

Ef að kvartanir bandarískra stjórnvalda bera árangur gæti það leitt til tollasetningar sem gæti gert kínverskt ál dýrara í Bandaríkjunum og það myndi hjálpa framleiðendum eins og Century Aluminum.

Í frétt The Motley Fool kemur fram að hækkunin á hlutabréfunum komi Century eflaust vel en á síðsata ári tapaði fyrirtækið 127 milljónum Bandaríkjadala eða 14,5 milljörðum íslenskra króna og að ekkert bendi til þess að það hægi á tapinu á þessu ári nema að álverð hækki töluvert.

Á vef Norðuráls kemur fram að Century Aluminum sé með höfuðstöðvar í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum og eigi fjögur önnur álver í Bandaríkjunum. Century Aluminum festi kaup á Norðuráli í apríl 2004 en áður var fyrirtækið dótturfyrirtæki Columbia Ventures Corporation (CVC).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK