Verðbólguhorfur góðar til skamms tíma

Gangi spá Íslandsbanka eftir hefur verðbólga þar með verið undir …
Gangi spá Íslandsbanka eftir hefur verðbólga þar með verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans í 3 ár samfleytt. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hagfræði- og greiningardeildir stóru bankanna spá allar því að vísitala neysluverðs lækki í janúar frá fyrri mánuði. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% lækkun en greiningadeildar Íslandsbanka og Arion banka 0,6% lækkun.

Miðað við spá Íslandsbanka og Arion banka verður verðbólga óbreytt í 1,9% en hækkar upp í 2,0% miðað við spá Landsbankans. Gangi spá Íslandsbanka eftir hefur verðbólga þar með verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans í 3 ár samfleytt. 

„Verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa versnað lítillega frá síðustu spá okkar. Er það annars vegar vegna heldur meiri hækkunar VNV næstu mánuði en við gerðum áður ráð fyrir, en hins vegar vegna heldur lægra gengis krónu að jafnaði. Við gerum þó eftir sem áður ráð fyrir hóflegri verðbólgu til skemmri tíma litið, og verður hún raunar undir verðbólgumarkmiðinu allt fram á 2. ársfjórðung 2018 samkvæmt spánni. Í kjölfarið mun verðbólga hins vegar aukast allhratt og verða við 4,0% efri þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans á síðasta fjórðungi þess árs, en hjaðna síðan heldur að nýju,“ segir í samantekt Íslandsbanka.

Greiningardeild Arion banka segir að verðbólguhorfur séu enn góðar til skamms tíma og gerir deildin ráð fyrir að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans fram að hausti. „Hvort ársverðbólgan hækkar með haustinu eða verður áfram lítil ræðst að mestu leyti af þróun gengis krónunnar,“ segir í samantekt deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK