Í hlut­verki hins full­komna aðstoðar­manns

Einar Sævarsson og Stefán Baxter, stofnendur Activity Stream.
Einar Sævarsson og Stefán Baxter, stofnendur Activity Stream.

Fyr­ir­tækið Acti­vity Stream hef­ur vaxið mikið á nokkr­um mánuðum. Í júní voru starfs­menn­irn­ir 10, nú eru þeir 20 og var fyr­ir­tækið að aug­lýsa 11 stöður lausar til umsóknar. Ef beðið er um allra stysta svarið, við spurningunni hvað Activity Stream gerir, seg­ir Stefán Baxter, tækn­i­stjóri og ann­ar stofn­enda Acti­vity Stream, að fyr­ir­tækið geri öðrum fyr­ir­tækj­um mögu­legt að nota gervi­greind til að bæta dag­leg­an rekst­ur og þjón­ustu og veita verðmæta inn­sýn í hvað er í gangi í fyr­ir­tæk­inu, þvert á alla starf­semi. Acti­vity Stream hefur hingað til aðeins selt lausn sína til er­lendra fyr­ir­tækja og geng­ur sal­an vel.

Stefán seg­ir að starf­sem­in hafi farið al­menni­lega af stað eft­ir tveggja ára und­ir­bún­ings­vinnu eft­ir mitt ár 2015. „Við þökk­um Tækniþró­un­ar­sjóði það, við feng­um styrk frá þeim 2014 og um haustið 2015 var komið munn­legt samþykki frá fjár­fest­um um að þeir kæmu til liðs við okk­ur,“ seg­ir Stefán.  Gengið var frá því í lok árs 2015 og komu fjár­fest­arn­ir Frum­tak, Eyr­ir og MIO inn í mynd­ina. „Þá höfðum við tekið þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík, vor­um bún­ir með margvíslega rann­sókn­ar­vinnu og komnir með vísi að vöru en það sem við erum að gera er langt frá því að vera ein­falt. Hug­búnaðarþróun er líka mjög dýr þannig að þetta er flókið viðfangs­efni.“

Tivoli í Kaupmannahöfn meðal notenda

Stefán seg­ir að síðasta haust hafi hlut­irn­ir síðan farið að hreyf­ast og er fyr­ir­tækið komið með viðskipta­vini bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu, en sölustarfsemin fer að mestu fram á skrifstofum fyrirtækisins í Kaupmannahöfn sem er til húsa gegnt aðalinnganginum í Tivoli en skemmtigarðurinn er einnmitt einn fjölmargra notenda Activity Stream.

„Það sem ger­ist snemma á síðasta ári er að það verður ljóst að viðfangs­efnið, þ.e. að nota gervi­greind til þess að bæta dag­leg­an rekst­ur fyr­ir­tækja, fer að fá at­hygli. Við það breytt­ist ým­is­legt, vænt­an­leg­ir viðskipta­vin­ir urðu áhuga­sam­ari um hvað við vær­um að gera og við fund­um fyr­ir aukn­um áhuga frá fjár­fest­inga­sjóðum og greiningarfyrirtækjum er­lend­is.“

Acti­vity Stream not­ar gervi­greind til þess að hjálpa starfs­fólki og …
Acti­vity Stream not­ar gervi­greind til þess að hjálpa starfs­fólki og stjórn­end­um að skilja hvað er að ger­ast í rekstri fyrirtækja. „Við greinum það sem er að ger­ast í fyr­ir­tæk­inu og í hug­búnaði þess, hjálpum fólki að skilja hvað er að ger­ast og bendum þeim sjálfvirkt á hluti eins og sölu­tæki­færi, ógnir eða mögu­leg svik,“ segir Stefán.

Matreiða rekstrarábendingar

Acti­vity Stream not­ar gervi­greind til þess að hjálpa starfs­fólki og stjórn­end­um að skilja hvað er að ger­ast í rekstri fyrirtækja. „Við greinum það sem er að ger­ast í fyr­ir­tæk­inu og í hug­búnaði þess, hjálpum fólki að skilja hvað er að ger­ast og bendum þeim sjálfvirkt á hluti eins og sölu­tæki­færi, ógnir eða mögu­leg svik. Við erum með full­trúa, þ.e. gervigreindar-drifna vélræna sérfræðinga eða aðstoðarmenn sem sér­hæfa sig í ör­ygg­is­mál­um, ann­an sem ger­ir sölu­áætlan­ir og framtíðarspár og þar fram eft­ir göt­un­um. Við matreiðum þess­ar rekstr­arábend­ing­ar fyrir þá sem þurfa á þeim að halda og komum til skila þegar ástæða er til og verðmæti þeirra eru mest,“ seg­ir Stefán.

„Okk­ar hug­búnaður er í hlut­verki hins full­komna aðstoðar­manns, ekki bara fyrir stjórnendur heldur alla starfsmenn. Hann er ekki endi­lega að fara að sýna þeim mæla­borð yfir hversu mikið er að ger­ast held­ur aðallega að hjálpa þeim við að vinna sína vinn­u bet­ur.“

Sjá fram á gjá milli fyrirtækja

Spurður um gervi­greind al­mennt og framtíð tækniiðnaðarins seg­ir Stefán að nú sé gervi­greind orðin sérpart­ur af svo­kallaðri „fjórðu iðnbylt­ingu“, þ.e. sjálf­virkni­væðing­unni.

„Við telj­um ekki langt í það að það verði aft­ur gjá milli fyr­ir­tækja líkt og varð þegar in­ter­netið varð til. Þá varð til ný teg­und af fyr­ir­tækj­um sem kunnu að nýta sér in­ter­netið og sköruðu því fram úr. Þessi gjá verður mun stærri, þ.e. á milli þeirra sem geta notað gervi­greind til að aðstoða við reksturinn og þeirra sem geta það ekki,“ seg­ir Stefán.

Mun ekki leysa hvað sem er í bráð

Hann seg­ir gervi­greind ört stækk­andi bransa. „2013 og 2014 fékk ég nokkr­ar vin­sam­leg­ar ábend­ing­ar frá skyn­söm­u fólki um að kannski ætti ég ekki að vera að tala svona mikið um gervi­greind þar sem hún hef­ur oft valdið von­brigðum. En und­an­farið eitt og hálft ár hafa þær skoðanir breyst,“ seg­ir Stefán en bæt­ir við að gervi­greind muni ekki leysa hvað sem er í bráð. „En við erum loks­ins kom­inn á þann stað að það er hægt að hag­nýta hana með mjög afgerandi hætti.“

Eins og fyrr seg­ir hef­ur fyr­ir­tækið vaxið hratt á skömm­um tíma, úr 10 í 20 á rúmu hálfu ári og stend­ur nú til að bæta við 11 nýj­um stöðum. „Við erum núna að slíta barn­sskón­um og nýhætt að skríða. Fram­haldið lít­ur spenn­andi út og tæki­fær­in eru gríðarleg. Markaður­inn mun stækka mjög mikið næstu 2-3 árin og við í lykilstöðu með einstaka vöru sem er þegar hægt að afhenda,“ seg­ir Stefán.

Fyrirtæki þurfa að temja sér nýja nálgun

Hann seg­ist vera bjart­sýnn um nýtt ár og seg­ir söl­una ganga vel.

„Þetta verður ansi spenn­andi ár. Það er magnað að fá að gera þetta því það er svo langt í frá sjálf­sagður hlut­ur að fá afburða starfsfólk og fjár­festa til liðs við sig eða að búa til vöru sem á erindi út fyr­ir landstein­ana. Það er því ótrú­lega gam­an að sjá þetta verða að veru­leika,“ seg­ir Stefán. „Vör­unni hef­ur verið af­skap­lega vel tekið.“

Spurður hvernig fyr­ir­tæki það séu sem geti not­fært sér þjón­ustu Acti­vity Stream seg­ir Stefán það fyr­ir­tæki af ýms­um toga og nefn­ir banka og trygg­inga­fé­lög sem dæmi. „Það eru fyr­ir­tæki sem eru, tæknilega, kom­in á tíma og þurfa að temja sér alveg nýja nálgun. Það er t.d. ekki óhugs­andi að þú sjá­ir á næstu árum verða til nýja kyn­slóð af bönk­um og trygg­inga­fé­lög­um sem verða keyrð áfram af gervigreindarhugbúnaði í meira mæli en nú tíðkast og þá mun verða mikil breyting á þeim geira í anda þeirra breytinga sem Uber hefur haft í för með sér fyrir rekstur leigubíla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK