4% aukning í virðisaukaskattskyldri veltu

Bent er á að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar …
Bent er á að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga og þjónustu ferðaskrifstofa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan ferðaskrifstofur og farþegaflutninga á vegum, í september og október 2016 nam 669 milljörðum króna, sem er 4% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 5% samanborið við 12 mánuði þar áður. Starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016 og verður að taka tillit til þess þegar velta ársins 2016 er borin saman við fyrri ár.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Í nóvember var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í júlí og ágúst 2016 talin vera 749,3 milljarðar sem var 12,9% hækkun frá sömu mánuðum árið 2015. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á þessu tímabili er talin vera 751,2 milljarðar sem er 13,2% hækkun frá sömu mánuðum árið 2015. Sjá nánar um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum. 

Bent er á að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga og þjónustu ferðaskrifstofa. Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár.

Í ársbyrjun 2016 tóku einnig gildi breytingar á vörugjöldum, m.a. hækkaði vörugjald á áfengi um leið og áfengi var fært úr efra þrepi virðisaukaskatts í neðra. Þar sem á vef Hagstofunnar er birt velta án virðisaukaskatts hafði flutningur milli þrepa engin áhrif á tölur. Hins vegar leggst virðisaukaskattur ofan á vörugjald og því veldur hækkun vörugjalds hækkun á virðisaukaskattskyldri veltu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK