Kröfur upp á 7,3 milljarða hjá Öskum Capital

Askar Capital við Suðurlandsbraut.
Askar Capital við Suðurlandsbraut. mbl.is

Rúmir 3 milljarðar voru greiddir upp í 7,3 milljarða kröfur í gjaldþroti Aska Capital hf. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta 25. september 2015 og lauk skiptum á búinu 30. desember 2016. Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu í dag. Forgangskröfur upp á 77 milljónir voru greiddar að fullu en samþykktar almennar kröfur voru kr. 7.364.369.959 og var greitt upp í þær kr. 3.010.151.861 eða 40,87 hundraðshlutar.

Askar Capital var fjárfestingabanki sem lagði áherslu á sérhæfðar fjárfestingar á nýmörkuðum.Hann hóf starfsemi sína í byrjun árs 2007 en í júlí 2010 óskaði hann eftir slitameðferð á félaginu  hjá dómsstólum.

Fyrri frétt mbl.is: Askar óska eftir slitameðferð

Höfuðstöðvar bankans voru við Suðurlandsbraut í Reykjavík en aðrar skrifstofur bankans og dótturfélaga hans voru á Indlandi, Lúxemborg, Rúmeníu og Bandaríkjunum. Forstjóri bankans til ársins 2008 var Tryggvi Þór Herbertsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK