Reitir kaupa húsnæði Öldu Hótels

Um er að ræða 4.084 fermetra fasteign sem verður öll …
Um er að ræða 4.084 fermetra fasteign sem verður öll í langtímaútleigu til Öldu Hótels Reykjavík ehf. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Reitir hafa í dag undirritað kaupsamning um kaup á þeim fasteignum sem hýsa Öldu Hótel Reykjavík á Laugavegi 66-70 í Reykjavík af L66 fasteignafélagi ehf. og Fring ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu Reita til Kauphallarinnar. 

Hafa allir fyrirvarar verið uppfylltir og eru fasteignirnar afhentar Reitum í dag. Tilboð Reita í fasteignirnar var samþykkt 19. desember en kaupverðið er 2.850 milljónir króna og verður fjármagnað úr sjóði.

Um er að ræða 4.084 fermetra fasteign sem verður öll í langtímaútleigu til Öldu Hótels Reykjavík ehf., og er áætlað að leigutekjur af eigninni muni nema um 240 milljónum króna á ársgrundvelli. Kaupin munu þá leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækkar um rúmlega 205 milljónir króna á ársgrundvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK