Úr níunda sæti í það fimmta á þremur árum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavíkurflugvöllur fór úr 9. sæti á listanum yfir 10 stærstu norrænu flugvellina í það fimmta á aðeins þremur árum. Nú er flugvöllurinn í 5. sæti og er breytingin 40,5% milli ára. Greint er frá þessu á vef Túrista.is.

Kaupmannahafnarflugvöllur er í efsta sæti og Óslóarflugvöllur í öðru sæti. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er í því þriðja og Vantaa-flugvöllurinn í Helsinki því fjórða.

Þar er bent á að árið 2014 hafi farþegafjöldinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar farið fram úr umferðinni um flugstöðvarnar í Billund á Jótlandi og Bromma í Stokkhólmi og komst þar með á lista yfir 10 fjölförnustu flugvelli Norðurlanda. 

Í hittifyrra fór Keflavíkurflugvöllur á ný upp um tvö sæti þegar farþegar þar voru fleiri en í Þrándheimi og Stavanger í Noregi. Þessi öri vöxtur hélt áfram í fyrra og þriðja árið í röð var íslenska flughöfnin hástökkvari á norræna listanum og fór upp fyrir næststærstu flugvelli Svíþjóðar og Noregs, þ.e.a.s. Landvetter í Gautaborg og Flesland í Bergen.

Í grein Túrista er bent á þá sérstöðu Keflavíkurflugvallar að þaðan fljúga allar vélar til útlanda, öfugt við það sem gerist og gengur annars staðar. Farþegar á leið í innanlandsflug eru því stór hluti af fjöldanum sem fer um hinar norrænu flugvellina.

Hinsvegar hefst beint flug Flugfélag Íslands milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í næsta mánuði og verður það starfrækt allt árið um kring en í fyrra voru aðeins í boði vikulegar ferðir á milli flugstöðvanna tveggja yfir hásumarið. Þetta innanlandsflug er þó aðeins fyrir þá sem eru á leið til og frá Akureyri og útlanda og millilenda á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK