Heimkaup.is boðin sama þjónusta og öðrum

Frá Háskólatorgi.
Frá Háskólatorgi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stúdentaráð selur fyrirtækjum ekki aðgang að póstlista sem er undir umsjón Stúdentaráðs og inniheldur netföng allra nemenda Háskóla Íslands. Þá reglu hefur Stúdentaráð ekki hugsað sér að brjóta fyrir Heimkaup frekar en önnur fyrirtæki, en Heimkaupum hefur verið boðin sama þjónusta og öðrum sem óska eftir að kaupa aðgang að póstlista nemenda.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands í tilefni fréttar sem birtist í ViðskiptaMogganum í morgun. Þar er rætt er við Guðmund Magna­son, fram­kvæmda­stjóra vef­versl­un­ar­inn­ar Heim­kaup.is, sem seg­ir að Stúd­entaráð Há­skóla Íslands, SHÍ, hafi neitað fyr­ir­tæk­inu um kynn­ingu á ra­f­ræn­um kennslu­bók­um sem Heim­kaup.is bjóði upp á, þrátt fyr­ir að verðmun­ur á keypt­um kennslu­bók­um geti verið allt að fimm­fald­ur.

Fyrri frétt mbl.is: SHÍ hafnar rafbókum Heimkaupa 

Í tilkynningu SHÍ segir að 16. september hafi Heimkaupum verið boðið að auglýsa í Stúdentablaðinu auk þess að auglýsa afslátt til nemenda, bjóði þeir slíkan, á www.student.is/afslaettir líkt og öðrum sem auglýsa afslætti til nemenda. Þann 3. nóvember var Heimkaupum boðið á ný að auglýsa í Stúdentablaðinu.

„Á þeim tíma hafði Heimkaup einungis áhuga á póstsendingu til nemenda,“ segir í tilkynningunni. „Eftir áramót hafði Heimkaup enn og aftur samband og bauðst nú til að greiða fyrir sendinguna líkt og þeir sögðust hafa gert í öðrum háskólum. Óskinni var enn neitað af fyrrgreindum ástæðum. Þetta kemur þó ekki fram í fréttinni, heldur lítur einungis út fyrir að nem­enda­fé­lög allra annarra há­skól­a hafi tekið er­indi Heim­kaup.is vel og kynnt rafbókasölu Heimkaupa fyr­ir nem­end­um. Svo því sé haldið til haga þá bregst Stúdentaráð einnig vel við því að selja auglýsingar á miðla á vegum Stúdentaráðs en mun sem fyrr ekki veita aðgang að póstlista nemenda.“

Þá setur Stúdentaráð spurningarmerki við einhliða umfjöllun Morgunblaðsins, mbl.is og vb.is um mál Heimkaupa og telur furðulegt að ekki hafi verið haft samband við Stúdentaráð, Félagsstofnun stúdenta eða Bóksölu stúdenta við vinnslu fréttanna. „Vonar Stúdentaráð að slíkt verði gert í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK