Verðbólgan ekki meiri í 2 og hálft ár

Hækkunin var meiri en búist var við en sérfræðingar höfðu …
Hækkunin var meiri en búist var við en sérfræðingar höfðu spáð 1,4% verðbólgu í desember. AFP

Hækkandi flugfargjöld og verð á mat hafa ýtt undir verðbólgu í Bretlandi sem hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2014. Í desember mældist verðbólgan 1,6% og hafði hún aukist um 0,4% milli mánaða.

Aukningin var meiri en búist var við en sérfræðingar höfðu spáð 1,4% verðbólgu í desember.

Í frétt BBC kemur fram að fall pundsins eftir að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu í sumar sé nú augljsólega byrjað að hafa neikvæð áhrif á efnahag landsins. Vitnað er í Mike Prestwood hjá bresku hagstofunni sem segir hækkandi flugfargjöld og matarverð ásamt því að olíuverð hefur lækkað hægar nú heldur en í desember 2015 hafi ýtt undir verðbólguna.

Þá hafa vörur keyptar úr verksmiðjum í Bretlandi hækkað um 2,7% í desember milli ára.

Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði í gær að breskir neytendur þyrftu að búa sig undir erfitt ár þar sem veikt pund gæti leitt til hækkandi neysluverðs í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK