Arion banki gæti verið kominn á markað í apríl

Í frétt Reuters er skráning Arion banka sögð vera mikilvæg …
Í frétt Reuters er skráning Arion banka sögð vera mikilvæg skref fyrir Ísland í átt að „upprisu þess í alþjóðafjármálaheiminum, næstum því áratug eftir að bankakerfi þess hrundi.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupþing hefur fengið sænska fjárfestingabankann Carnegie til þess að hafa umsjón með skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í Svíþjóð. Ásamt Carnegie munu bankarnir Citi og Morgan Stanley koma að skráningunni. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu en vitnar í ónefnda heimildarmenn.

Þar kemur fram að hlutaféútboðið gæti farið fram í apríl og að í fyrra hafi Citi og Morgan Stanley verið fengnir til þess að hefja undirbúningsvinnu á ferlinu. Þá hefur verið samið við Deutsche Bank um að hafa umsjón með hlutafésölunni.

Í frétt Reuters er skráning Arion banka sögð vera mikilvæg skref fyrir Ísland í átt að „upprisu þess í alþjóðafjármálaheiminum, næstum því áratug eftir að bankakerfi þess hrundi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK