Hlutabréf í Netflix aldrei hærri

Reed Hastings, forstjóri Netflix.
Reed Hastings, forstjóri Netflix. AFP

Á síðasta ársfjórðungi 2016 eignaðist efnisveitan Netflix 7 milljón nýja áskrifendur. Það er töluvert meira en fyrirtækið hafði spáð en það gerði ráð fyrir 5,2 milljón nýjum áskrifendum.

Framkvæmdastjóri Netflix, Reed Hastings, kynnti ársskýrslu fyrirtækisins fyrir síðasta ár í gær. Þar kom fram m.a. fram að hagnaður fyrirtækisins jókst um 56% milli ára.

Á síðasta ári bættust 19 milljónir manna í hóp áskrifenda Netflix. Er það aukning milli ára en 2015 bættust 17,4 milljónir áskrifenda í hópinn. Nú eru áskrifendurnir alls 93,8 milljónir talsins.

Í frétt CNN kemur fram að meirihluti þeirra kemur úr þeim 129 löndum utan Bandaríkjanna þar sem boðið er upp á þjónustu Netflix og hafa þættir úr framleiðslu fyrirtækisins eins og The Crown, Black Mirror og endurkoma The Gilmore Girls haft þar töluverð áhrif.

Hlutabréf í Netflix hafa aldrei verið hærri en þau hækkuðu um 8% eftir að ársskýrslan var birt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK