Virkni ungs fólks á markaðinum að aukast

Ef tölur Þjóðskrá Íslands eru skoðaðar yfir hversu margir séu …
Ef tölur Þjóðskrá Íslands eru skoðaðar yfir hversu margir séu að kaupa sína fyrstu íbúð af kaupendahópnum hverju sinni má sjá að á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs voru fyrstu kaup 27-29% viðskipta á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra og 23% á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ungt fólk hefur verið að eignast sínar fyrstu fasteignir á síðustu árum og virkni þess á markaðinum hefur aukist töluvert með árunum. Þrátt fyrir það hefur allt frá hrunið verið litið á það sem algild sannindi að ungt fólk ráði yfir leitt ekki við að kaupa húsnæði.

Þetta kemur fram í pistli Ara Skúlasonar, hagfræðings í Hagfræðideild Landsbankans á vef bankans. 

Þar bendir hann á að sé litið til baka er sannleikurinn líklega sá að það hefur alltaf verið erfitt fyrir ungt fólk að eignast íbúð, nema helst á árunum fyrir hrun, en þá var aðgangur að tiltölulega ódýru fjármagni mjög auðveldur.

„Fjármagnskostnaður lækkaði þá mikið og lánshlutföll voru sögulega mjög há, eða 90-100%, enda tóku margir stökkið til þess að kaupa sína fyrstu fasteign þá,“ skrifar Ari. Við hrun breyttust allar forsendur og reglur um lán til fasteignakaupa voru hertar mikið. Lánshlutföll voru lækkuð miðað við það sem áður var, krafa um eigið fé við kaup var hert verulega og þá varð erfiðara en áður að komast í gegnum greiðslumat til þess að fá fasteignalán.

„Allt bitnaði þetta illa á fólki með lágar tekjur og ungu fólki sem ekki hefur haft tækifæri til að safna nógu miklu eigin fé til þess að geta ráðist í fasteignakaup. Allt frá hruni hefur verið litið á það sem algild sannindi að ungt fólk ráði yfirleitt ekki við að kaupa húsnæði,“ skrifar Ari.

Eykur núverandi fyrirkomulag aðstöðumun milli hópa?

En ef tölur Þjóðskrá Íslands eru skoðaðar yfir hversu margir séu að kaupa sína fyrstu íbúð af kaupendahópnum hverju sinni má sjá að á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs voru fyrstu kaup 27-29% viðskipta á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra og 23% á höfuðborgarsvæðinu.

„Sé litið á landið allt kemur sama mynd í ljós. Ef staðan á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2016 er borin saman við meðaltal áranna 2008-2015 sést að hlutfall fyrstu kaupa er allsstaðar mun hærra en meðaltal áranna á undan. Þróunin er allsstaðar sú sama,“ skrifar Ari.

Hann segir þessa niðurstöðu stangast nokkuð á við þá skoðun að ungt fólk geti ekki eignast fasteignir og vekur líka upp spurningar.

„Það má t.d. má spyrja hvort ungt fólk geti almennt gert þetta hjálparlaust eða fær það stuðning frá foreldrum eða öðrum ættingjum? Í beinu framhaldi af því má einnig spyrja hvort það sé fyrst og fremst ungt fólk úr betur stæðum fjölskyldum sem á möguleika á að kaupa húsnæði? Spurningarnar eru fleiri en margar þeirra snúast um hvort núverandi fyrirkomulag á íbúðalánamarkaði sé að auka aðstöðumun milli hópa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK