Hagvöxtur í Kína ekki minni í 26 ár

Frá Peking í Kína.
Frá Peking í Kína. AFP

6,7% hagvöxtur var í Kína á síðasta ári miðað við 6,9% árið á undan. Hagvöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 1990 en er þó innan þeirra marka sem stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir.

Kínversk stjórnvöld þurftu að beita ýmsum úrræðum til þess að halda efnahag landsins á floti á síðasta ári. Fjárfestingar hins opinbera í innviðum fóru upp úr öllu valdi og bankalán sömuleiðis þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir varðandi miklar skuldir fyrirtækja í landinu.

Er það mat hagfræðinga að nálgun Kínverja gangi ekki mikið lengur og búast við að hagvöxtur þessa árs fari niður í 6,5%.

Í frétt BBC er bent á að þar sem að Kína gegnir mikilvægu hlutverki í heimsefnahag ætti þessi niðursveifla að valda fjárfestum um allan heim áhyggjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK