Telur að Trump muni ýta undir hagvöxt

Donald Trump og Barack Obama ræðast við í Washington í …
Donald Trump og Barack Obama ræðast við í Washington í dag. AFP

Stofnandi stærsta vogunarsjóðs heims, Ray Dalio, segir að Donald Trump, sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna í dag, muni hafa jákvæð áhrif á Bandaríkin og heimsefnahaginn. Hann óttast hinsvegar þá stefnu sem kom honum í embættið.

Dalio, stofnandi Bridgewater Associates sem metinn er á 150 milljarða Bandaríkjadali, sagði popúlismann í tengslum við Trump á því stigi sem hefði ekki sést síðan á fjórða áratug síðustu aldar og sagði það mögulega hættulegt.

„Þegar kemur að Trump eru plúsar og mínusar,“ sagði Dalio í samtali við BBC. „Ég held að hann sé ekki endilega verndartollasinni og hann er mjög viðskiptahlynntur í stefnum sínum.“

Þá sagði Dalio að peningar eltu „gestrisin umhverfi“ og ef umhverfi er skapað þar sem t.d. skattar eru lægri, laðar það að sér peninga frá öllum heimshornum.

Sagði hann það  hvetjandi, og nokkuð öruggt að á næsta ári yrði hagvöxtur meiri í heiminum. Lagði hann þó áherslu á að Trump hefði leyst ákveðin öfl úr læðingi sem gætu reynst „hættuleg“.

„Poppúlismi getur haft með sér neikvæðar afleiðingar,“ sagði Dalio. „Hann mun hafa neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar og alþjóðavæðingu.“ Dalio sagði poppúlisma einnig vera mikla ógn gegn framtíð Evrópusambandsins.

Benti hann þó á að kjör Trump hefðu haft jákvæð áhrif á hlutabréfmarkaðinn í Bandaríkjunum vegna viðskiptatengsla hans og loforða um lækkun skatta. „Við vitum að Donald Trump er óvæginn. Spurningin er hvort hann verði óvæginn og skynsamur eða óvæginn og kærulaus. Við vitum ekki svarið. Hann hefur komið sanngjörnu fólki í kringum sig, þau virðast ekki vera kærulaus.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK