Aðeins 28 hafa verið skráðir

„Túristi hefur síðustu daga skoðað tugi auglýsinga á íslenskum gistikostum …
„Túristi hefur síðustu daga skoðað tugi auglýsinga á íslenskum gistikostum hjá Airbnb og hvergi fundið eign þar sem leyfisnúmer kemur fram en samkvæmt svari Airbnb við spurningu Túrista er hentugast að leigusalar setji númerin inn í lýsingu á hverri eign fyrir sig en þær upplýsingar er ávallt hægt að uppfæra,“ segir í frétt Túrista. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðeins örlítill hluti þeirra fjögur þúsund íbúða, herbergja eða húsa sem eru á lista hjá Airbnb hér á landi hafa verið skráð samkvæmt nýjum lögum um heimagistingu. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu heldur utan um skráninguna og samkvæmt frétt Túrista hefur eingöngu verið sótt um leyfisnúmer fyrir 28 eignir en lögunum var breytt um áramótin.

„Það er vel innan við eitt prósent af þeim gistikostum sem eru á skrá Airbnb en samkvæmt lögunum er skylt að birta skráningarnúmerin þegar eignir eru auglýstir á netinu og verða lagðar stjórnvaldssektir á alla þá sem það ekki gera. Þess háttar sektir nema frá 10 þúsund krónum til einnar milljónar króna,“ segir í frétt Túrista en fasteignir í eigu fyrirtækja í gistirekstri falla ekki undir þessa skráningu en hluti af skráningum á bókunarsíðum er líklega á vegum þess háttar félaga.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar að halda úti könnunum á vefjum eins og Airbnb og Booking.com til að ganga úr skugga um að þar séu skráningarnúmer sýnilega.

„Túristi hefur síðustu daga skoðað tugi auglýsinga á íslenskum gistikostum hjá Airbnb og hvergi fundið eign þar sem leyfisnúmer kemur fram en samkvæmt svari Airbnb við spurningu Túrista er hentugast að leigusalar setji númerin inn í lýsingu á hverri eign fyrir sig en þær upplýsingar er ávallt hægt að uppfæra,“ segir í frétt Túrista.

Samkvæmt nýju lögunum má einstaklingur leigja út í að hámarki 90 daga á ári og tekjur af starfseminni mega ekki fara yfir 2 milljónir á tímabilinu. Séu þessi skilyrði ekki virt þá er um að ræða brot á reglum um heimagistingu og getur það varðað afskráningu, synjun nýrrar skráningar árið eftir, viðurlögum í formi sektar og eftir atvikum tilkynningu til ríkisskattstjóra og sveitarfélags um að starfsemi sem flokka megi sem atvinnurekstur fari fram í viðkomandi húsnæði samkvæmt því sem segir á vef sýslumanns.
Skráningargjald fyrir heimagistingu er 8.560 krónur á ári og afla þarf starfsleyfis heilbrigðisnefndar áður en sótt er um skráningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK