Galli í rafhlöðu olli íkveikju

Að sögn Samsung, sem er stærsti snjallsímaframleiðandi heims, höfðu rúmlega …
Að sögn Samsung, sem er stærsti snjallsímaframleiðandi heims, höfðu rúmlega þrjár milljónir Note 7-síma verið seldir um allan heim þegar málið komst upp. AFP

Stjórnendur Samsung, stærsta snjallsímaframleiðanda heims, segja að rannsókn hafi leitt í ljós að gallaðar rafhlöður hafi valdið því að kviknað hafi í snjallsímum af gerðinni Galaxy Note 7.

Samsung Electronics neyddist til þess að hætta framleiðslu símanna, sem var ætlað að keppa við iPhone-síma frá keppinautnum Apple, eftir að ítrekað kviknaði í símum af þessari gerð. Þrátt fyrir að símarnir væru innkallaðir og eigendur þeirra fengju nýjan síma í sárabætur tók ekki betra við því það kviknaði líka í þeim. 

Málið hefur kostað suðurkóreska fyrirtækið milljarða auk þess sem ímynd fyrirtækisins hefur skaðast mjög vegna málsins. Undanfarnar vikur hefur Samsung einnig glímt við tengsl stjórnenda fyrirtækisins við fjármálahneyksli sem skekur allt athafnalíf landsins, ekki síst á sviði stjórnmála og viðskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK