Heimila niðurrif Thorvaldsensstrætis 6

Byggingin var reist á árunum 1966 til 1967 og er …
Byggingin var reist á árunum 1966 til 1967 og er í svokölluðum síðfúnkísstíl. Hún var viðbygging við Landsímahúsið sem tekið var í notkun árið 1932. Það var upphaflega fimm hæðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur heimilað niðurrif hússins Thorvaldsensstræti 6. Ráðið hafði áður hafnað beiðni um að fá að rífa húsið og byggja annað hús sem betur hentaði þeirri starfsemi sem þar verður. Síðan þá hafa verið lögð fram ný gögn í málinu, m.a. jarðskjálftagreining, en fram hafði komið það álit að byggingin stæðist ekki kröfur hvað varðar jarðskjálftaálag.

Fyrri frétt mbl.is: Segja byggingu óhentuga

Umrædd bygging var reist á árunum 1966 til 1967 og er í svokölluðum síðfúnkísstíl. Hún var viðbygging við Landsímahúsið sem tekið var í notkun árið 1932. Það var upphaflega fimm hæðir. Stórbygging var reist vestan við húsið árið 1952.

Uppbygging á Landsímareitnum stendur fyrir dyrum. Þetta er samstarfsverkefni Icelandair Group og Dalsness í gegnum félagið Lindarvatn, sem báðir aðilar eiga helming í. Þarna hyggjast Icelandair Hotels opna 160 herbergja glæsihótel.

Í fundargerð segir að umhverfis- og skipulagsráð taki jákvætt í að fyrirspyrjandi, Lindarvatn ehf, láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.

Sex fulltrúar í ráðinu greiddu tillögunni atkvæði en einn sat hjá.

Fulltrúarnir sem samþykkir voru niðurrifi hússins gerðu eftirfarandi bókun:

„Deiliskipulag Landsímareitsins byggir á þeirri grunnhugmynd að flétta skuli nýjar byggingar við þær sem fyrir eru. Við teljum mikilvægt að halda í þá hugmynd. Burðarvirki og hönnun hússins við Thorvaldsensstræti 6 taka hins vegar mið af mjög sértækri starfsemi. Þær aðstæður virðast hamla vel heppnaðri umbreytingu þess til nýrra nota. Styrking burðarvirkis á jarðhæð er ekki til þess fallin að auka gæði byggingarinnar og dregur hugsanlega úr gildi jarðhæðarinnar sem almenningsrýmis.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir reitinn er heimilt að breyta skipulagi og útliti hússins til þess að fá betri nýtingu. Hótelstarfsemi er einnig leyfð. Með þessi atriði í huga samþykkir ráðið niðurrif á húsinu en hvetur uppbyggingaraðila til að halda í sérkenni gamla hússins í nýrri byggingu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK