Afkomuviðvörun frá EasyJet

EasyJet flýgur til og frá Íslandi.
EasyJet flýgur til og frá Íslandi. AFP

Breska flugfélagið EasyJet hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fall breska pundsins er meira en spá flugfélagsins gerði ráð fyrir í kjölfar ákvörðunar Breta um að yfirgefa Evrópusambandið.

Talið er að veiking pundsins hafi þau áhrif á afkomu EasyJet fyrir árið í heild, fyrir skatta, að hagnaðurinn verði 105 milljónum punda, sem svarar til 14,8 milljarða króna, minni en gert var ráð fyrir. Fyrri afkomuviðvörun fyrirtækisins, frá því í nóvember, gerði ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 90 milljónum punda minni en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK