Felldi úr gildi ákvörðun Neytendastofu

Í úrskurði áfrýjunarnefndar í málinu kemur fram að nefndin telji …
Í úrskurði áfrýjunarnefndar í málinu kemur fram að nefndin telji að hinn almenni neytandi skilji orðin „verð frá“ sem svo að það verð sem komi fram sé lægsta mögulega verðið í tilteknum vöruflokki. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem sneri að markaðssetningu og viðskiptaháttum Verkfæralagersins á Smáratorgi í Kópavogi. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Verkfæralagersins væru villandi þar sem birtar væru myndir af vörum undir yfirskriftinni „verð frá“ sem væri ekki verð hinna myndbirtu vara.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar í málinu kemur fram að nefndin telji að hinn almenni neytandi skilji orðin „verð frá“ sem svo að það verð sem komi fram sé lægsta mögulega verðið í tilteknum vöruflokki.

„Þar sem litlar myndir fylgi auglýsingunni af ýmsum vörutegundum sé auglýsingin ekki villandi eins og standi á í þessu máli,“ segir á vef Neytendastofu.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. 

Í fyrri frétt mbl.is um málið kemur fram að Neyt­enda­stofa hafi beðið Verk­færala­ger­inn um að sanna að vör­urn­ar hefðu verið seld­ar á aug­lýstu verði og að þær hefðu verið fá­an­leg­ar á „verð frá“-verðinu.

Fyrri frétt mbl.is: Markaðssetningin villandi

„Að mati Neyt­enda­stofu gat Verk­færala­ger­inn ekki sýnt fram á að markaðssetn­ing­in hefði verið lög­leg. Taldi Neyt­enda­stofa að markaðssetn­ing­in væri vill­andi og bannaði Verk­færala­gern­um að viðhafa slíka viðskipta­hætti,“ segir í fyrri fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK