Segir kaupaukakerfið ekki endilega heppilegt

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna telur kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja ekki endilega heppilegt og segir það skilvirkasta sem stjórnvöld geti gert til þess að sporna gegn ofurháum kaupaukum sé að skattleggja slíkar tekjur.

Í morgun greindi Fréttablaðið frá því að 875-1.525 millj­ón­ir króna væru í kaupaukakerfi Glitn­is sem virkjaðist 19. janú­ar síðastliðinn. Stærst­ur hluti bónus­anna, eða 75,9%, renn­ur til þriggja er­lendra stjórn­ar­manna Glitn­is HoldCo en 26,1% til ís­lenskra lyk­il­starfs­manna.

„Við  fórum yfir þessi mál m.a. á vettvangi efnahags- og viðskiptanefndar á síðasta þingi þegar greiddir voru út kaupaukar hjá Kaupþingi sem mörgum blöskruðu,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

Katrín segir að það sé ekki endilega hægt að gera athugasemdir við hóflega kaupauka sem byggi á aukinni verðmætasköpun en setur spurningamerki við kaupaukana þegar um mjög háar fjárhæðir er að ræða.

„Auðvitað er ég mjög gagnrýnin á þá þróun ef hún er að fara af stað aftur,“ segir Katrín. „Ég held að þetta rökstyðji það sem ég hef talað um, mikilvægi þess að stjórnvöld skattleggi það sem við getum kallað ofurtekjur með einföldu hátekjuþrepi. Þá er hægt að haga málum þannig að ef það er vilji fyrirtækja að greiða ofurháa kaupauka séu þeir skattlagðir umfram það sem við köllum almennar launatekjur.“

Aðspurð hvort hún búist við þess háttar stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni segir hún ekki hafa skynjað það. „En ég mun auðvitað halda áfram að tala fyrir því. En hér á þinginu fóru margir þingmenn úr mörgum flokkum stórum orðum um kaupauka Kaupþings á sínum tíma.“

„Auðvitað er ég mjög gagnrýnin á þá þróun ef hún …
„Auðvitað er ég mjög gagnrýnin á þá þróun ef hún er að fara af stað aftur,“ segir Katrín um kaupaukakerfi Glitnis sem sagt var frá í morgun. mbl.is/Friðrik Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK