Magnús Óli nýr formaður FA

Magnús Óli hefur setið í stjórn FA í þrjú ár …
Magnús Óli hefur setið í stjórn FA í þrjú ár og undanfarið ár verið varaformaður félagsins.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildsölunnar Innness, er nýr formaður Félags atvinnurekenda. Magnús tekur við formennsku af Birgi S. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íslensku umboðssölunnar, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin fjögur ár. Magnús Óli hefur setið í stjórn FA í þrjú ár og undanfarið ár verið varaformaður félagsins.

Ný stjórn Félags atvinnurekenda var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Þá var Birgir kjörinn til áframhaldandi setu í stjórn til eins árs. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, var kjörin í stjórn til tveggja ára. Linda sat áður í stjórn FA á árunum 2009-2010, þá fyrir A. Karlsson og Besta þar sem hún var forstjóri. Bjarni Ákason, einn eigenda Epli.is og Skakkaturns, gaf kost á sér til endurkjörs til tveggja ára.

Auk þessara fjögurra sitja í sex manna stjórn félagsins þau Anna Kristín Kristjánsdóttir, eigandi og stjórnarmaður í Hvíta Húsinu, og Hannes Jón Helgason, framkvæmdastjóri Reykjafells, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK