WOW air með þriðjung farþega um Keflavík

Skúli Mogensen, forstjóri Wow.
Skúli Mogensen, forstjóri Wow. mbl.is/RAX

WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá landinu í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. Þá var sætanýting WOW air 85% en var 82% í janúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 284% í janúar frá því á sama tíma í fyrra.

Segir í tilkynningunni að hlutdeild WOW air í heildarfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll í janúar 2017 hafi verið 35% en var 18% í janúar í fyrra.

Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda félagsins, að ánægjulegt sé að vel hafi tekist til við að halda nýtingunni góðri yfir vetrarmánuðina, þrátt fyrir gríðarlega aukningu flugs. Tiltekur hann sérstaklega fjölgun flugferða til Bandaríkjanna, með tilkomu Los Angeles,  San Francisco og núna nýlega New York. 

Í apríl á þessu ári mun flugfélagið hefja flug til Miami á Flórída og Pittsburgh í Júní. Verður fjöldi áfangastaða því kominn upp í níu talsins þegar líður á árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK