Biðja fólk að stíga varlega til jarðar

Fasteignaverð hefur hækkað mikið undanfarið en ÍLS segir fólki að …
Fasteignaverð hefur hækkað mikið undanfarið en ÍLS segir fólki að stíga varlega til jarðar. Sigurður Bogi Sævarsson

Hagdeild Íbúðalánasjóðs varar fólk við of mikilli skuldsetningu og biður það um að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að kaupa fasteignir á slíkan hátt, þrátt fyrir yfirlýsingar um hækkandi fasteignaverð. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.

Bent er á að verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 14% á einu ári og spár séu uppi um allt að annarri eins hækkun á þessu ári. Ástæða þessa ástands sé fyrst og fremst skortur á nýju húsnæði og lítil uppbygging síðustu misseri. Þá hafi launa- og kaupmáttaraukning verið áberandi og það ýti undir eftirspurn. Á sama tíma hafi aðgengi að fjármagni batnað og skuldastaða heimilanna lækkað sem auðveldi fasteignakaup. Eftirspurnin sé því mikil

Segir í pistlinum að þar sem fasteignaverð hafi hækkað umtalsvert umfram byggingarkostnað megi gera ráð fyrir miklum hvata til nýbygginga að því gefnu að lóðaframboð verði tryggt.

Varar sjóðurinn við því að þetta geti leitt til bólumyndunar og verðlækkunar seinna meir.

„Framboð fasteigna mun því að öllum líkindum aukast á næstu misserum. Fram að því mun verðið þó einungis hækka ef eftirspurnin heldur áfram að aukast hraðar en framboðið. Hækkanir á fasteignaverði hafa verið miklar undanfarið og yfirlýsingar um hækkandi verð geta hreyft við eftirspurninni og virkað sem hvati fyrir almenning til kaupa á fasteignum. Þetta leiðir til þess að aukinn þrýstingur myndast á húsnæðismarkaðinn sem aftur leiðir til enn hærra verðs. Þá gætum við séð fasteignabólu myndast, þ.e. óeðlilegar hækkanir á fasteignaverði vegna misræmis í vexti framboðs og eftirspurnar. Það gæti leitt til fasteignaverðs sem er það hátt að það getur ekki annað en lækkað þegar framboðið tekur við sér á ný,“ segir í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK