Sér risavaxið tækifæri

Oliver Luckett, samfélagsmiðlasérfræðingur, fjárfestir, raðfrumkvöðull og annar tveggja eigenda fyrirtækisins Efni, segir að vörumerkið Ísland eigi mikið inni. Hann bendir á fimm styrkleika sem Íslendingar ættu að nýta sér betur við kynningu á landinu.

Þetta eru þær staðreyndir að Ísland sé mannúðlegt samfélag, hér sé hrein og óspjölluð náttúra, orkan sé endurnýjanleg, tengsl á milli fólks séu mikil og ómældur sköpunarkraftur búi í þjóðinni, hvort sem er í menningarlífi eða atvinnulífi.

„Ég sé risavaxið tækifæri í að deila sannleikanum um Ísland, raunveruleikanum, því hann heillar fólk. Og nota innihaldsríkt efni sem segir sögu frekar en auglýsingar,“ segir Oliver í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Með nútímatækni og mætti samfélagsmiðla er svo hægt að koma þessum sögum fyrir augu þeirra sem eru líklegir til þess að hafa áhuga á þeim út frá hegðun sinni á samfélagsmiðlum og netinu.“

Ítarlegt viðtal við Luckett er að finna á miðopnu ViðskiptaMoggans í fyrramálið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK