Rafmögnuð töfrabrögð

Nýjasta tækniundrið sem bílaframleiðandinn Tesla hefur komið á göturnar er jeppinn sem hlotið hefur einkennisstafinn X. Fljótt á litið gæti hann talist í hópi venjulegra borgarjeppa en þegar grannt er skoðað er það ekki raunin. Þótt litið sé fram hjá helsta sérkenni bílsins, fálkavængjunum, sem opnast ólíkt öðrum hurðum, beint upp í loftið, er margt sem gerir bílinn einstakan. Það á meðal annars við um sjálfstýringarbúnað hans en á þriðjudag sat blaðamaður Morgunblaðsins í bílstjórasæti bílsins á meðan hann ók af sjálfsdáðum þvert í gegnum Reykjavík.

Í fylgiblaði Morgunblaðsins í dag, þar sem fjallað er um hinn sívaxandi rafbílamarkað, er meðal annars að finna yfirgripsmikla úttekt á Tesla X-jeppanum, sölutölur rafbíla á Íslandi og helstu nýjungarnar á markaðnum. Margt bendir til þess að framtíðin verði rafmögnuð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK