2,6 milljarða króna hagnaður hjá TM

Hagnaður TM á síðasta ári nam tæpum 2,6 milljörðum króna sem er 8% lækkun frá árinu 2015. Eigin iðgjöld jukust um 1.425 milljónir á milli ára en fjárfestingartekjur drógust saman um 22%.

Áætlaður hagnaður ársins 2017 er 2,8 milljarðar króna fyrir tekjuskatt.

Fjárfestingatekjurnar námu 3.178 milljónum króna sem  jafngildir 13% ávöxtun fjárfestinga en til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 4,3% á árinu. „Ávöxtun fjárfestingaeigna TM var því mjög góð á árinu 2016,“ segir í tilkynningu.

Stjórn TM leggur til að 1.500 milljónir verði greiddar í arð á þessu ári. Arðgreiðslutillaga ársins byggir á markmiðum stjórnarinnar um áhættuvilja með vikmörkum sem auðveldar stýringu á heildaráhættu félagsins. Markmið um gjaldþolshlutfall samkvæmt áhættuviljanum er 150% og vikmörkin eru 140% til 170%.  Þá leggur stjórn til að hún fái heimild til kaupa á eigin bréfum fyrir allt að 1.000 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK