40 milljarða afgangur á næsta ári

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Golli

Ríkið mun skila nálægt 40 milljarða afgangi á árinu 2018 ef áætlanir ganga eftir. Þá munu skuldir ríkisins nema 10-15% af vergri landsframleiðslu í lok kjörtímabilsins að því gefnu að helmingur hluta í bönkunum verði seldur. Eru þá skuldir vegna lífeyrisskuldbindinga ekki taldar með.  

Þetta kemur fram í grein Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, sem Benedikt ritstýrði frá árinu 2006 til 2016.

Í greininni fer Benedikt yfir fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2017 til 2022 sem hann lagði fram á fyrsta degi þinghalds eftir að ný ríkisstjórn var mynduð. Segir Benedikt næstu fimm ár fela í sér mikilvæga stefnubreytingu og nefnir sem dæmi að í stað afgangs upp á 1% af vergri landsframleiðslu eins og ákveðið var í tíð fyrri ríkisstjórnar verði afgangurinn næstu tvö ár, þ.e. 2018 og 2019, settur í 1,6% en fari svo lækkandi um 0,1% á ári til ársins 2022.

Þá verða skuldir hins opinbera lækkaðar áfram, úr 44,5% í 26% í lok tímabilsins.

Eins og fyrr segir verður afgangur af rekstri ríkisins 1,5% af VLF, eða nálægt 40 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir því að afgangur á rekstri ríkisins verði tæplega 25 milljarðar fyrir árið 2017.

Þá bendir Benedikt á að verði helmingur hluta í bönkunum seldur á tímabilinu sé líklegt að skuldir ríkisins nemi í lok þess 10-15% af VLF í stað 21% eins og stefnan segir til um. Sú sala er þó ekki tímasett í stefnunni. „Mikilvægt er að aðstæður til sölu verði góðar og góð sátt um hana,“ skrifar Benedikt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK