Fimm skattaskjólsmálum vísað til héraðssaksóknara

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. mbl.is/Rósa Braga

Skattrannsóknarstjóri hefur vísað fimm málum til héraðssaksóknara eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Bæði er um að ræða rannsóknir byggðar á gögnum sem keypt voru eftir gagnaleka og rannsóknum á grundvelli nafna í Panamaskjölunum.

Greint er frá þessu á vef RÚV.

Þar kemur fram að eitt málanna sé vegna gagnalekans en þá er rannsókn á tveimur málum til viðbótar er lokið og næsta skref er að taka ákvörðun um refsimeðferð í þeim.Í svari Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn RÚV kemur fram að auk þessa sé rannsókn á nokkrum málum á lokastigi.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir